12.1.2007 | 15:29
Óveđur
Fyrir 17 árum var vondur vetur. Hríđarbyljir og skafrenningur ţess á milli vikum saman. Ţá var ég háskólanemi sem vann ţess á milli í samvinnufyrirtćki í eigu Sunnlenskra bćnda, MBF sáluga. Eitt sinn sat ég tíma í fílunni hjá Páli Skúlasyni, sennilega í febrúar 1990. Gott veđur var ţann dag og mér gekk vel ađ ferđast frá heimili mínu sem ţá var í foreldrahúsum í Litlu-Sandvík. En svo um kvöldiđ hvessti heldur betur og ég ţurfti ađ biđjast gistingar hjá vandamönnum. Stórbylur skall á og fréttir bárust af föstum bílum á Heiđinni. Svo átti ég ađ mćta í vinnuna í Mjólkurbúinu kl. 7 morguninn eftir ţannig ađ ég tók daginn snemma. Um morguninn var veđur gengiđ niđur og ég lagđi af stađ á mínum stórglćsilega dökkbláa Daihatzu Charade. Og ţađ sem kom mér mest á óvart var ađ Vegagerđin var ekki farin ađ moka Fjalliđ. Ég sé enn í dag eftir ađ hafa ekki tekiđ međ mér ljósmyndavél. Heiđin var sjúrealísk. Bílar voru á ţvers og kruss. Höfđu veriđ skildir eftir. Viđ Litlu-kaffistofuna var bílaóreiđa og greinilegt ađ ţar hafđi átt sér stađ fjöldaflótti. Og í brekkunni fyrir ofan var Volvo-station bíll á miđjum veginum međ hazard-ljósin á. Mannlaus. En ég hélt minn veg áfram og gat ekiđ á miđjum veginum ţví engin var umferđin á móti. Smá hryđjur öđru hvoru og skafiđ hafđi inn á veginn hér og ţar en ekkert mál var fyrir mig ađ smeygja fram hjá ţví. Ég mćtti fyrsta bílnum í Kömbunum. Og ók á Selfoss, var mćttur í Mjólkurbúinu skömmu eftir kl. 7. Yfirverkstjórinn rak upp stór augu. Fađir minn hafđi hringt og tjáđ ađ ég vćri veđurtepptur í Reykjavík. Og eftir ađ ég hafđi gefiđ Mumma verkstjóra ferđaskýrslu hringdi hann í Reykdal og skipađi honum ađ senda af stađ vöruflutningabílana tvo til Reykjavíkur ţví enn bárust útvarpsfréttir af ófćrđ á Hellisheiđi. Ţannig ađ ţessi morgunleiđangur minn frá Reykjavík til Selfoss kom í veg fyrir ađ Reykvíkingar syltu ţann daginn.
Um bloggiđ
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni međ áratuga reynslu af ţjóđfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháđ blađ á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRĆĐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.