Hinir einu sönnu sigurvegarar: Siggi, Svenni og ég!

Nú er spurningakeppni framhaldsskólanna hafinn enn enn einu sinni enn.  Ég hef reyndar gaman af þessari keppni og er í sí og æ að gjamma fram í Sigmar heima hjá mér þegar hann spyr spurninga Davíðs Þórs Jónssonar dómara.

Þegar ég var yngri lenti ég fyrir einhvern óvitaskap í liði skóla míns. Það var vorið 1986.  Þá vissi ég varla hvað þessi keppni var.  Þá  var hún nefnilega haldin í fyrsta skipti og enginn undirbúningur hjá okkur hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hið sama gilti víst um hin 15 liðin sem kepptu þannig að í raun komu allir jafn vel undirbúnir til keppninnar. Það gildir víst ekki í dag.  Liðin eru jafnvel byrjuð að æfa ári fyrir keppnina og misjafn metnaður milli skóla því vel sýnilegur. Þessi keppni var nefnilega sett á stofn í einhverju bríaríi tveggja menntskælinga annars í MR og hins í MS sem voru að kýta um það hvor skólanna væri betri eins og spurningakeppni væri einhver mælikvarði á það.

En við unnum þannig að Fjölbrautaskóli Suðurlands er þá besti framhaldsskóli landsins forever og hinir einu sönnu sigurvegarar eru víst þeir Sveinn Helgason og Sigurður Eyþórsson – sem hefðu vel getað unnið keppnina einir án þriðja liðsmannsins.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband