10.1.2007 | 20:58
Hinir einu sönnu sigurvegarar: Siggi, Svenni og ég!
Þegar ég var yngri lenti ég fyrir einhvern óvitaskap í liði skóla míns. Það var vorið 1986. Þá vissi ég varla hvað þessi keppni var. Þá var hún nefnilega haldin í fyrsta skipti og enginn undirbúningur hjá okkur hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hið sama gilti víst um hin 15 liðin sem kepptu þannig að í raun komu allir jafn vel undirbúnir til keppninnar. Það gildir víst ekki í dag. Liðin eru jafnvel byrjuð að æfa ári fyrir keppnina og misjafn metnaður milli skóla því vel sýnilegur. Þessi keppni var nefnilega sett á stofn í einhverju bríaríi tveggja menntskælinga annars í MR og hins í MS sem voru að kýta um það hvor skólanna væri betri eins og spurningakeppni væri einhver mælikvarði á það.
En við unnum þannig að Fjölbrautaskóli Suðurlands er þá besti framhaldsskóli landsins forever og hinir einu sönnu sigurvegarar eru víst þeir Sveinn Helgason og Sigurður Eyþórsson sem hefðu vel getað unnið keppnina einir án þriðja liðsmannsins.Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.