Færsluflokkur: Íþróttir

Stór dagur í Íslandssögunni!

Það var alveg stórkostlegt að verða vitni að þessu afreki íslenska handboltalandsliðsins. Þetta er mesta afrek sem íslenskir íþróttamenn hafa unnið fyrr og síðar - og þeir geta jafnvel gert ennþá betur á sunnudag ef þeir spila þá af hjartans list (hjartans lyst?) eins og þeir hafa gert allan tímann.  Nú hafa þeir engu að tapa - en allt að vinna.


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsetinn okkar pínulítill?

Ég hef nokkrum sinnum á minni æfi hitt Ólaf Ragnar Grímsson forseta.  Hann hefur alltaf virkað á mig sem mjög hávaxinn, hann er amk hærri en 184,5 sm sem er mín hæð og þótti harla góð hæð að áliti ömmu minnar.

Svo sér maður ljósmyndir af vorum ágæta forseta við hlið okkar frábæru handboltakappa og virkar þar sem peð við hlið þeirra!

Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson hefur sýnt það og sannað í mjög svo athyglisverðum viðtölum síðustu daga að þar er vænlegt forsetaefni á ferð. Bara jákvæðar ræður - ekkert píp.

Það yrði nú frábært ef þeir ynnu Spánverja. Og það yrði líka frábært ef þeir ynnu leikinn á sunnudaginn - gull eða bronsleikinn. Ég bíð með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leikjum.  


mbl.is Forsetahjónin í ólympíuþorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram svo!

Mikið var gaman að horfa á leikinn við Þjóðverja.  Og einhvernveginn finnur maður að allt leikur í lyndi hjá piltunum, þeir eru afslappaðir en svona rosalega einbeittir og markvissir í sínum leik. Lykilmenn eru frískir, nema kannski Guðjón Valur, en nú virðist breiddin vera meiri en í fyrri mótum, amk. var ekkert mál að leysa stöðu Guðjóns af í Rússaleiknum.  Liðið er líka afskaplega reynsluríkt, sterkir karakterar, flestir þeirra búnir að verða viðloðandi liðið í mörg ár. Þeir eiga eftir að komast langt á ólympíuleikunum - ef þeir halda sér á jörðinni og einbeita sér að verkefninu. Áfram mínir menn!


mbl.is Snorri er einn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mike Tyson er fjörutíu og tveggja ára í dag!

Já, aldurinn færist yfir og þrátt fyrir að hvergi sé grá hár að finna á kolli  Michaels Gerards Tysons ber sífellt minnaTyson á afrekum hans í hnefaleikum og við að eyrnamerkja andstæðinga sína. Öðruvísi en þegar þeir ærðust í sjónvarpinu þeir Bubbi og Ómar yfir afrekum afmælisbarnsins.

Svo er hún líka fjörutíu og tveggja ára í dag franska leikkonan Frorence Pernel, snotur í sjón en ekki ekki man ég eftir henni leikandi í bíómyndinni BLEU.  Þarf að skoða hana aftur. Sennilega sofnaði ég undir myndinni.

En hvað um það, - þetta eru afmælisbörn dagsins.


Svíagrýlan kveðin niður?!

Ég skal vera hreinskilinn:  Ég bjóst ekki við þessu. 

Til hamingju strákar! 

Góða ferð til Peking.


mbl.is Handboltaliðið fer á ÓL í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er Spurs-ari!

Nú loksins titill í höfn hjá því ensku-deildarfélagi sem ég hef haldið upp á frá árinu 1978-9. Þegar ég byrjaði að halda með því voru þar leikmenn á borð við Glen Hoodle, Steve Archibald og Argentínumennina Villa og Ardiles sem þá voru nýkrýndir heimsmeistarar. Einnig kom til liðs við liðið Ray Clemence markvörður. 

Einnig gat ég ekki verið þekktur fyrir það að halda með sama liði og Kjartan Björns sem óspart hvatti alla í Gagnfræðaskólanum á Selfossi til að gerast fylgismenn og - konur Arsenals. Nei ekki gat ég hugsað mér það. Hinsvegar var mikið Liverpool-æði meðal skólafélaga minna, nokkrir héldu með Everton, til voru Notthingham Forest fylgendur og einn skólafélagi minn hélt með Aston Villa.

Já, eitthvað hefur verið lítið um nýja bikara í verðlaunaskáp Tottenham undanfarin ár.  Nú verður vonandi breyting þar á.  Er að byrja nýtt gullaldarskeið hjá þessu Lundúnafélagi?


mbl.is Tottenham deildabikarmeistari í fjórða sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband