Færsluflokkur: Ferðalög
23.4.2007 | 22:19
Ótrúleg húsaþyrping
Bryggen í Björgvin er alveg ótrúleg húsaþyrping. Ég átti leið um Björgvin í ágúst sl. og leit þar augum þessar byggingar og snæddi hádegisverð í einu húsana.
Átta millimetrar á ári, 8 sm á tíu árum, 80 sm á heilli öld? Menn verða að bretta upp ermarnar!
Myndina hér til hliðar tók ég af sjálfum mér þann 15. ágúst 2006 fyrir framan þessa fallegu, sögufrægu og svipsterku húsaþyrpingu Bryggen í Björgvin.
Næstu tvo dagana eftir að ég tók þessa mynd átti ég eftir að liggja sjóveikur um borð í Norrænu, jafnframt því að sitja námskeið í samtímavarðveislu með ágætu safnfólki víðsvegar af Norðurlöndum.
Hækkandi sjávarborð ógnar sögufrægum byggingum í Bergen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2007 | 20:35
"Ný" samgöngutækni gerir bílinn brátt óþarfan
Þessi frétt fór á fréttavefinn góða www.eyrarbakki.is á föstudaginn langa:
Í hádegismat á Rauða:
Þyrla lendir við Húsið
Á föstudaginn langa varð uppi fótur og fit á Bakkanum þegar sást til þyrlu á sveimi yfir þorpinu. Að lokum hnitaði hún hringi við Húsið og lenti á Garðstúninu.
Þar var komin þyrlan TF-HHG frá Þyrluþjónustunni með flugmönnunum Halldóri Hreinssyni og Reyni Frey Péturssyni við stjórnvölinn og fjórum farþegum innanborðs.
Voru hér á ferð fjórir erlendir ferðamenn sem voru að skoða sig um á Suðurlandi og höfðu m.a. komið við á Langjökli og á Geysi í Haukadal.
Tilgangur heimsóknarinnar til Eyrarbakka var að snæða hádegisverð í Rauða Húsinu og tók Ingi Þór Jónsson, vert í Rauða, á móti ferðalöngunum sem höfðu viðdvöl í u.þ.b. tvær klukkustundir.
Fyrir utan þessa skemmtilegu nýbreytni var mjög mikill gestagangur á Bakkanum í dag, margir sóttu söfnin í Húsinu og Sjóminjasafninu heim og aðrir nutu góðra veitinga í Rauða Húsinu.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bloggsíða Lýðs
Tenglar
Les reglulega
- Davíð Oddsson bloggaði Nýjar fréttir af efnahagsmálunum
- Erlingur Brynjólfsson
- Víiisiirrrr
- Ofurbloggarar
- Sandvíkurhreppur og nágrannar
- Höfuðborg Suðurlands
- Aldís bæjarstjóri
- Guðmundur í Hraungerði
- Ingi Heiðmar
- Sigurður Sveinsson
- Jónas ritstjóri Penni með áratuga reynslu af þjóðfélagsrýni
- Dagblaðið Nei Óháð blað á netinu
- Margrét Hallmundsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar