Er forsetinn okkar pínulítill?

Ég hef nokkrum sinnum á minni æfi hitt Ólaf Ragnar Grímsson forseta.  Hann hefur alltaf virkað á mig sem mjög hávaxinn, hann er amk hærri en 184,5 sm sem er mín hæð og þótti harla góð hæð að áliti ömmu minnar.

Svo sér maður ljósmyndir af vorum ágæta forseta við hlið okkar frábæru handboltakappa og virkar þar sem peð við hlið þeirra!

Fyrirliðinn Ólafur Stefánsson hefur sýnt það og sannað í mjög svo athyglisverðum viðtölum síðustu daga að þar er vænlegt forsetaefni á ferð. Bara jákvæðar ræður - ekkert píp.

Það yrði nú frábært ef þeir ynnu Spánverja. Og það yrði líka frábært ef þeir ynnu leikinn á sunnudaginn - gull eða bronsleikinn. Ég bíð með mikilli eftirvæntingu eftir þessum leikjum.  


mbl.is Forsetahjónin í ólympíuþorpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

EHhh ég myndi ekki bera menn saman við handboltahetjur hvað stærð varðar, því þeir eru langflestir í yfirstærð .

Hulda Brynjólfsdóttir, 21.8.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Mér þykir vera fullmikill Bjarts frá Sumarhúsum fílingur í þér að vonast eftir GULLI.

Eiríkur Harðarson, 21.8.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Lýður Pálsson

Nei Eiríkur, ekkert píp nú! Ég vonast ekkert eftir neinu, - það yrði hinsvegar frábært ef þeim tækist að komast á verðlaunapall.

Lýður Pálsson, 21.8.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Lýðs

Hver er Lýður?

Lýður Pálsson
Lýður Pálsson

Lýður Pálsson, safnstjóri á Eyrarbakka

lydurp@hotmail.com (ég sjálfur)

lydurp@byggdasafn.is (safnstjórinn)

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband